Innlent

Tæki mínútur að hakka vef Alþingis

„Dýnamít fæst í litlum pökkum,“ segir Wayne Burke hógvær þegar hann kveikir á litlu og nettu fartölvunni sinni.
Fréttablaðið/Vilhelm
„Dýnamít fæst í litlum pökkum,“ segir Wayne Burke hógvær þegar hann kveikir á litlu og nettu fartölvunni sinni. Fréttablaðið/Vilhelm
Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvu­öryggismálum.

Hann mun sýna hvernig hægt er að brjótast inn í tölvukerfi sem eiga að vera örugg á ráðstefnu um tölvuhakkara sem Capacent og Tölvuskólinn standa fyrir í dag, auk þess sem hann mun kenna íslensku tölvufólki hvernig á að verjast netárásum á námskeiði í næstu viku.

„Hakkarar ráðast alltaf á veikasta hlekkinn, og það er í flestum tilvikum sá sem situr við tölvuna,“ segir Burke. Þess vegna þurfi vitundarvakningu um öryggis­mál hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Burke segir hakkara ótrúlega úrræðagóða. Þeir geti opnað bakdyr inn á net fyrirtækja eða stofnana með því að senda tölvupóst með viðhengi eða hlekk á vefslóð. Lykillinn að góðum árangri sé að skrifa tölvupóst sem fái einhvern notanda til að falla í gildruna.

Mikilvægt er að kynna starfsmönnum reglur um netöryggi og sjá til þess að nýir starfsmenn átti sig á því hvað má gera og hvað má alls ekki gera, segir Burke.

Markmiðið með netöryggi er yfirleitt ekki að tryggja að engar líkur séu á því að nokkur tölvu­hakkari geti brotist inn í tölvukerfi, segir Burke. Eina leiðin til að tryggja það sé að slökkva á rafmagninu eða taka netið úr sambandi, en hvorugt sé aðlaðandi lausn fyrir fyrirtæki.

„Markmiðið er að gera þitt fyrirtæki eins öruggt og hægt er, til að tryggja að það verði ekki öruggt skotmark,“ segir Burke. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×