Innlent

Ákvörðun Sjúkratrygginga ógilt

Sjúkrakostnaður SÍ mátti ekki stöðva þátttöku í sjúkrakostnaði sjúklinga tannlæknisins.
Sjúkrakostnaður SÍ mátti ekki stöðva þátttöku í sjúkrakostnaði sjúklinga tannlæknisins.
Velferðarráðuneytið hefur ógilt þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að stöðva þátttöku sína í sjúkrakostnaði sjúklinga tannlæknis á Suðurnesjum 15. október í haust. Úrskurður ráðuneytisins er að stöðvun SÍ hafi verið ólögleg og var ákvörðun SÍ því felld úr gildi.

Mál tannlæknisins er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að svíkja rúmar 129 þúsund krónur út úr Tryggingastofnun. Af upplýsingum sem veittar voru þegar málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum á sínum tíma mátti ráða að tannlæknirinn hefði svikið út allt að 200 milljónum króna.

Sjúkratryggingar Íslands gera einkaréttar­kröfu í málinu um að honum verði gert að endur­greiða mest ríflega 23 milljónir króna en minnst 129.412 krónur.

Velferðarráðuneytið segir í úrskurði sínum að forsenda SÍ um að rekstur tannlæknisins uppfylli ekki lögbundnar kröfur sé röng. Landlæknir hafi eftirlit með því að starfsemi tannlækna uppfylli kröfur og frá landlækni liggi ekki neitt fyrir um að rekstri tannlæknisins sé ábótavant.

Þá hafi reglugerðin sem ákvörðun SÍ hafi byggst á tekið gildi 15. september 2010. Henni verði ekki beitt um atvik sem orðin voru áður en reglugerðin tók gildi. Enn fremur uppfylli yfirferð SÍ á reikningum tannlæknisins engar stjórnsýslureglur og ákvörðun um stöðvun greiðsluþátttöku verði ekki byggð á henni. Loks geti SÍ notað ekki matsgerðir í máli sem ekki hafi verið dæmt í sem forsendu fyrir ákvörðun sinni.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×