Innlent

Svandís vill ákvæði í stjórnarskrána

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður þá hugmynd að ákvæði um rétt almennings til heilnæms umhverfis verði bætt við stjórnarskrána við fyrirhugaða endurskoðun hennar.

„Það er umhugsunarefni að atvinnuréttindum og eignarréttinum er haldið mjög vel til haga í stjórnarskránni en ekki rétti almennings til upplýsinga. Þetta er góð ábending hjá Félagi umhverfisfræðinga sem full ástæða er til að gefa gaum," segir Svandís. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi sendi frá sér ályktun í gær vegna díoxínmengunarinnar frá sorpbrennslum. Þar er hvatt til þess að við endurskoðun stjórnarskrárinnar verði haft hugfast að festa rétt fólks til heilnæms umhverfis og rétt til upplýsinga í stjórnarskrá.

Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um umhverfisábyrgð þar sem sett er svokölluð mengunarbótaregla. Frumvarpið felur í sér að þeim sem valdi tjóni á umhverfinu beri að bæta það án tillits til þess hvort rekja megi tjónið til ásetnings eða gáleysis. „Staðan hérlendis gjörbreyttist ef þingið klárar það mál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×