Erlent

Hosni Mubarak situr áfram sem forseti

Hosni Mubarak ávarpaði egypsku þjóðina í kvöld. Hann ætlar ekki að segja af sér.
Hosni Mubarak ávarpaði egypsku þjóðina í kvöld. Hann ætlar ekki að segja af sér. Mynd/AP

Hosni Mubarak ætlar ekki að segja sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína.

Þúsundir manna eru nú staddir á Tahrirtorgi í miðborg Kaíró og tóku mótmælendur tíðundunum illa. Mótmæli hafa nú staðið linnulaust í 17 daga og milljónir mótmælt á götum úti og krafist afsagnar Mubaraks. Fjöldi manns hafa slasast og látist í átökum tengdum mótmælunum. Á sama tíma hefur Mubarak reynt að lægja öldurnar, meðal annars með því að reka ríkisstjórnina og skipa varaforseta. Þetta var við þriðja ávarp Mubaraks til egypsku þjóðarinnar frá því að mótmælin hófust.

Mubarak sagði varaforsetann, Omar Suleiman, fá aukinn völd og að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá landsins. Ekki væri aftur snúið þar sem Egyptaland gengi nú í gegnum miklar breytingar.

Mubarak er 82 ára og hefur gegnt embætti forseta í 30 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×