Innlent

Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna þegar greidd voru atkvæði um málið í dag. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Bjarna.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist einnig vera hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, styður hins vegar tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún telur slíka atkvæðagreiðslu nauðsynlega til að sátt um málið á meðal þjóðarinnar.



Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Alþingi með því að smella hér.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×