Erlent

Grikkir vilja girða Tyrkland af

Óli Tynes skrifar
Varðstöð á landamærum Grikklands og Tyrklands.
Varðstöð á landamærum Grikklands og Tyrklands.

Grikkir eru að íhuga að reisa girðingu meðfram landamærunum að Tyrklandi til þess að stöðva straum ólöglegra innflytjenda yfir landamærin. Fljótið Evros aðskilur löndin tvö nema á rúmlega tólf kílómetra lengju. Það er þar sem Grikkir vilja reisa girðinguna.

Ásókn ólöglegra innflytjenda inn í ríki Evrópusambandsins er hvergi jafn mikil og á þessum slóðum. Það hefur kveðið svo rammt að þessu að Evrópusambandið ákvað undir lok síðasta árs að senda bráðasveit landamæra- og tollvarða til Grikklands til að aðstoða við eftirlitið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×