Erlent

Bankar og pósthús opin í Kaíró

Mótmælendur halda enn til á Frelsistorginu en daglegt líf í Kaíró er að verða eins og borgarbúar eiga að venjast
Mótmælendur halda enn til á Frelsistorginu en daglegt líf í Kaíró er að verða eins og borgarbúar eiga að venjast Mynd úr safni AFP
Bankar, pósthús og bensínstöðvar voru opin í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag annan daginn í röð. Þessar stofnanir hafa verið lokaðar meira og minna frá því mótmælin hófust fyrir fjórtán dögum.

Mótmælendur halda enn fyrir á Frelsistorginu og hafa margir slegið upp tjöldum og heita því enn að yfirgefa ekki torgið fyrr en Hosni Mubarar forseti er farinn frá völdum.

Yfirvöld hafa slakað á útgöngubanni, sem tekið hefur gildi klukkan þrjú á daginn að staðartíma en gildir nú frá klukkan fimm. Það hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess að mótmælendur hafa algerlega hundsað það.

Daglegt líf er samt sem áður að verða meira og meira eins og íbúarnir eiga að venjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×