Erlent

Þúsundir Dana krefja DSB um endurgreiðslur á farmiðum

Þúsundir Dana krefja nú danska jarnbrautarfélagið DSB um endurgreiðslur á farmiðum sínum vegna seinkanna á lestarferðum yfir jól og áramót.

Miklar vetrarhörkur og snjóþyngsli í Danmörku yfir hátíðarnar eru orsökin fyrir seinkunum og í sumum tilvikum niðurfellingum á lestarferðum í landinu.

Í frétt Jyllands Posten um málið segir að yfir 9.000 farþegar hafi þegar sótt um endurgreiðslur á farmiðum sínum og að í viðbót komi 400 til 500 slíkar kröfur daglega til DSB þessa daganna.

Torben Nielsen forstöðumaður þjónustumiðstöðvar DSB segir að sökum þessa mikla fjölda hafi járnbrautarfélagið ráðið 15 manns í vinnu aukalega til að taka við þessum kröfum.

Samkvæmt dönskum reglum eiga lestarfarþegar rétt á að fá farmiða sína endurgreidda ef meir en hálftíma seinkun verður á lestarferðum. Um hátíðarnar eru mýmörg dæmi um að lestum hafi seinkað um fleiri klukkutíma vegna veðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×