Erlent

Sjálfsmorðsskilaboðin birt eftir árásina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þarna sprungu sprengjurnar. Mynd/ afp.
Þarna sprungu sprengjurnar. Mynd/ afp.
Skilaboð frá sjálfsmorðsárásarmanni í Stokkhólmi var sett á YouTube reikninginn hans eftir að hann fórst í árásinni.

Taimour Abdulwahab al-Abdaly sprengdi sjálfan sig í loft upp á miðri götu í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 11. desember síðastliðinn. Nokkrum mínútum áður hafði hann sent hljóðskilaboð til Sapo, sem er sænska öryggissveitin, og til TT fréttastofunnar.

Skilaboðin voru ekki gerð opinber fyrr en þann 15. desember, en tveimur dögum áður höfðu skilabðin verið birt á arabísku, ensku og sænsku á YouTube reikningi hans ásamt glærupakka.

Núna er búið að taka skilaboðin af YouTube, en þar eru hins vegar mörg önnur myndskeið af Abdulwahab frá því að hann var á lífi.

Ekki liggur fyrir hver birti skilaboðin á YouTube reikningnum hans, en lögreglan rannsakar málið, að því er fram kemur á fréttavef Telegraph.

Tvær sprengjur sprungu í miðborg Stokkhólms þann ellefta desember síðastliðinn með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Um var að ræða tvær bílsprengjur og lést Taimour Abdulwahab al-Abdaly í annarri þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×