Innlent

Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál"

SB skrifar
Fjöldi fólks er nú statt í héraðsdómi vegna réttarhaldanna.
Fjöldi fólks er nú statt í héraðsdómi vegna réttarhaldanna.

Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur.

"Það var búið að sparka í okkur, snúa upp á hendurnar og taka talstöðvarnar. Þetta voru bara slagsmál allan tíma. Þau voru 35 og við vorum þrír. Það var bæði sparkað, slegið og togað. Þetta fólk argaði allan tíman," sagði Kristinn fyrir dómi.

Framburður Kristinns var í ákveðnum atriðum frábrugðinn vitnisburði þingvarðanna tveggja sem stóðu við hlið Kristinns í þinghúsinu. Hans lýsing af meintu ofbeldi mótmælenda var grófari og hann lýsti þessu sem alvarlegri atlögu að þinginu og hörðu mótmæli í sinn garð.

"Ég slasaðist bæði á hendi, hálsi og hné," sagði Kristinn og tók sem dæmi að skyrtan hans hefði verið rifin. Skyrtan er þó ekki til sem sönnunargagn í málinu.

Spurður hvernig þrír menn, þingverðir og lögreglumaður, gátu varnað 35 manns uppgöngu á pallana sagði lögreglumaðurinn. "Þau komust bara ekki framhjá okkur. Það vantaði kannski hafragraut í þau," sagði hann og uppskar hlátur, hróp og köll úr salnum.

"Eigum við að fara í sjómann á eftir!" hrópaði einn gesta í salnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×