Erlent

Efast ekki um Íraksstríðið

Hópur fólks beið eftir Tony Blair þegar hann mætti til yfirheyrslunnar í morgun.
Mynd/AFP
Hópur fólks beið eftir Tony Blair þegar hann mætti til yfirheyrslunnar í morgun. Mynd/AFP

Heilu ári áður en Bretar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, orðinn sannfærður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli.

Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir honum í dag hjá Íraksnefndinni í Bretlandi, sem er að kanna hvort innrásin hafi verið gerð í fullu samræmi við alþjóðalög.

Undir lok yfirheyrslunnar sagðist Blair vilja leiðrétta misskilning, sem kom fram þegar hann mætti síðast í yfirheyrslu hjá nefndinni. Þá sagðist hann ekki sjá eftir því að hafa tekið ákvörðun um að fara í stríð í Írak. Það þýðir hins vegar ekki, segir Blair, að hann sjái ekki eftir þeim mannslífum sem stríðsreksturinn hefur kostað.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×