Erlent

Skoðið myndbandið -og tárist

Óli Tynes skrifar

Elísabet Hughes er aðeins átta ára gömul. Hún hefur því sjálfsagt verið dálítið taugóstyrk þegar hún steig fram til þess að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir tólfþúsund áhorfendur fyrir íshokkíleik í Virginíu. Af átta ára tátu að vera söng hún þó ágætlega og það gekk allt vel þartil allt í einu hátalarakerfið sló út.

Það kom örlítið fát á Elísabetu en hún gerði það eina sem hún gat. Hún hélt áfram að syngja. Auðvitað heyrðist ekkert í henni hátalaralausri í risastórri íþróttahöllinni. En þögnin varaði ekki nema örfáar sekúndur. Þá tóku tólfþúsund gestir og allir íshokkí leikmennirnir undir með Elísabetu. Og bandaríski þjóðsöngurinn þrumaðist upp og bergmálaði af þaki íþróttahallarinnar.

Bandaríkjamenn kalla svona atburði; Magic moment.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×