Innlent

Þýski jöklafarinn fundinn

Eyjafjallajökull. Myndin er úr safni.
Eyjafjallajökull. Myndin er úr safni.

Þýskur fjallgöngumaður, sem leitað hefur veri að á Eyjafjallajökli síðan síðdegis í gær, fannst á lífi rétt fyrir klukkan sex í morgun, nánast á há bungu jökulsins.

Samkvæmt fyrstu fréttum var hann í ótrúlega góðu ástandi miðað við aðstæður, að sögn björgunarsveitarmanna. Hann varð viðskila við tvo félaga sína í fyrradag, þegar þeir voru á leið frá eldstöðinni og ætluðu austur af jöklinum og í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi.

Þegar leit félaganna bar ekki árangur kölluðu þeir eftir aðstoð og hófu um það bil 150 björgunarsveitarmenn leit undir kvöld við mjög erfiðar aðstæður.

Þyrla var líka send til leitar, en varð frá að hverfa þar sem skyggni og veður leyfðu ekki leit úr lofti.

Að sögn björgunarsveitarmanna voru aðstæður mjög erfiðar á jöklinum í nótt, snjókoma og skafrenningur og að sjálfsögðu niðamyrkur. Þeiru eru nú á leið til byggða með þjóðverjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×