Innlent

Handtökuskipun gefin út á hendur Musharraf

Pervez Musharraf neitar ásökunum.
Pervez Musharraf neitar ásökunum.

Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendud fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Pervez Musharraf, vegna andláts Benazir Bhutto árið 2007. Hún var myrt á fjöldafundi í Rawalpindi en talið er að Talibanar hafi skipulagt morðið.

Musharraf er þó ekki eftirlýstur vegna þess að hann er talinn eiga hönd í bagga með skipulagningu morðsins, heldur vegna óngógrar öryggisgæslu daginn sem hún var myrt.

Musharraf dvelur í London í Englandi í sjálfskipaðri útlegð, en hann neitar ásökunum alfarið. Bhutto gegndi tvívegis embættis forsætisráðherra í Pakistan og var síðan leiðtogi stjórnarandstöðunnar þegar hún var myrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×