Innlent

Hnífamaður gekk laus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var handtekinn í Lækjargötu. Mynd/ GVA.
Maðurinn var handtekinn í Lækjargötu. Mynd/ GVA.
Fólki í miðborg Reykjavíkur var brugðið þegar að það sá ungan mann sveifla hnífi um eittleytið í nótt.

Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum reyndi hann að komast undan. Hann var handtekinn í Lækjargötu og hnífurinn fannst þá í annarri buxnaskálminni hans. Maðurinn var að sögn lögreglunnar í svo annarlegu ástandi að hann gat ekki gefið skýringar á hegðun sinni. Hann var vistaður í fangageymslu yfir nóttina.

Þá fékk lögreglan fjölmargar tilkynningar vegna líkamsárása, hávaða og eignarspjalla, en enginn var handtekinn vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×