Erlent

Verði teknir af lífi

„Við krefjumst þess að Mubarak segi af sér og að allir sem stóðu á bak við morðin á egypsku píslarvottunum verði teknir af lífi," segir blaðamaðurinn Mahmund Bakri.
„Við krefjumst þess að Mubarak segi af sér og að allir sem stóðu á bak við morðin á egypsku píslarvottunum verði teknir af lífi," segir blaðamaðurinn Mahmund Bakri. Mynd/AP
Þúsundir manna mótmæla enn á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og hafa margir hverjir tjaldað á torginu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, þráast enn við að segja af sér en þúsundir manna halda enn áfram að krefjast afsagnar hans. Mótmælendur hafa komið sér haganlega fyrir á Frelsistorginu. Margir hafa tjaldað og fólk deilir með sér drykkjum og mat. Mubarak lét sjá sig á fundi með ráðherrum sínum í ríkissjónvarpinu í dag og lofaði að rannsókn yrði hafi á spillingu í stjórnkerfinu og á ásökunum um kosningasvindl.

Loforð stjórnvalda um úrbætur virka ekki sannfærandi á mótmælendur sem enn halda fast við þá kröfu að Mubarak segi nú þegar af sér. Stemmingin á Frelsistorginu er þó afslöppuð og skemmtu sumir mótmælendum með söng og dansi. Þá bjóða sölumenn upp á drykki og mat og jafnvel sokka, því kalt getur verið á torginu um nætur.

Hundruð manna héldu táknræna útför í dag til minningar um 36 ára egypskan blaðamann sem var sé af skotsárum á föstudag en hann var skotinn fyrr í síðustu viku. Kista var borinn eftir götum miðborgarinnar svipuð egypska fánanum.

„Við krefjumst þess að Mubarak segi af sér og að allir sem stóðu á bak við morðin á egypsku píslarvottunum verði teknir af lífi," segir Mahmund Bakri, blaðamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×