Erlent

Úrhelli torveldar björgunarstarf í Brasilíu

Frá bænum Teresopolis í grennd við Rio de Janiero. Mynd/AP
Frá bænum Teresopolis í grennd við Rio de Janiero. Mynd/AP Mynd/AP
Úrhellisrigning í Brasilíu hefur torveldað björgungarstarf á þeim svæðum sem orðið hafa einna verst úti í hamförunum undanfarna daga. Um er að ræða einhverjar verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu

Nú er ljóst að rúmlega fimm hundruð manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta landsins. Miklar rigningar urðu þess valdandi að aurskriður féllu á nokkra bæi og eru þúsundir Brasilíumanna nú heimilislausins. Enn er leitað að látnum og slösuðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Dilma Rousseff, sem tók nýverið við sem forseti landsins, heimsótti í dag þau svæði sem verst urðu úti. Hún heitir íbúum á svæðinu aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×