Erlent

Löghlýðinn leigubílstjóri skilaði tólf milljónum

Leigubílstjóri í New York fann á dögunum skartgripi og peninga að verðmæti 100 þúsund dollara, eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna, í bíl sínum sem einn farþeginn hafði gleymt. Maður að nafni John James hafði gleymt fjársjóðnum í bílnum og þegar hann áttaði sig á því var hann viss um að hann fengi hann aldrei til baka.

Annað kom þó á daginn því leigubílstjórinn Zubiru Jalloh tók pokann heim og þóttist viss um að farþeginn myndi hafa samband, því hann hafið tekið nótu fyrir farinu. Það stóð allt saman og James var himinlifandi þegar hann fékk gripina til baka. Hann lét Jalloh hafa 1000 dollara í fundarlaun sem bílstjórinn tók við með semingi, því hann segir að múslimatrú sín hafi kennt sér að skila því sem maður finnur til réttmæts eiganda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×