Innlent

Kísilver frestast enn

Höfnin í Helguvík.
Höfnin í Helguvík.
Ekkert bólar enn á framkvæmdum við kísilver í Helguvík og hefur fyrirtækið sem áformar smíðina nú í annað sinn neyðst til að biðja viðsemjendur um lengri frest til að uppfylla fyrirvara.

Hálft ár er liðið frá því samningar um smíði kísilversins voru undirritaðir í Keflavík en þá sagði fjármálaráðherra að þeir væru mikilvæg skilaboð um að menn hefðu trú á framtíðinni á Íslandi. Því var því lýst yfir að fyrir mitt sumar yrðu framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við höfnina í Helguvík komnar á fullt. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir.

Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, sem hyggst reisa verksmiðjuna, vill ekki greina frá ástæðum þessara tafa en segir að von sé á tilkynningu frá félaginu fljótlega og boðar að verksmiðjan verði tilbúin á tilsettum tíma árið 2013.

Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 tókst félaginu ekki að tryggja fjármögnun vélbúnaðar fyrir 15. júní, eins og til stóð, og fékk fyrr í sumar frest til 15. ágúst til að ganga frá málum. Sá frestur er einnig liðinn og segja heimildir að fresturinn hafi nú verið framlengdur fram í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×