Innlent

Foreldrar hugi að öruggri leið

"Brýna þarf fyrir börnum að nota gangbrautir og handstýrð umferðarljós,“ segir fræðslufulltrúi Umferðarstofu.fréttablaðið/teitur
"Brýna þarf fyrir börnum að nota gangbrautir og handstýrð umferðarljós,“ segir fræðslufulltrúi Umferðarstofu.fréttablaðið/teitur
„Nú þegar skólarnir eru að byrja þurfa foreldrar að hafa í huga að mikil umferð í kringum skólana skapar ekki bara hættu fyrir þau börn sem koma gangandi í skólann, heldur einnig fyrir börnin sem fara út úr bílunum. Þau þurfa kannski að ganga yfir bílastæði," segir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu.

Við suma skóla hefur verið útbúin sérstök aðkeyrsla, nánast hringtorg, og segir Þóra mikilvægt að sleppa börnunum út þar. „Þar stöðva bílarnir hver á eftir öðrum og börnin fara út á sama stað."

Hún segir Umferðarstofu leggja ríka áherslu á að fundin sé örugg gönguleið fyrir börnin sem séu að hefja skólagöngu í fyrsta sinn. „Öruggasta leiðin er ekki endilega sú stysta. Það er nauðsynlegt að æfa sig í þessu nokkrum sinnum ef börnin eiga að ganga í skólann. Aðalatriðið er að kenna börnunum einfaldar og fáar reglur."

Þóra segir ekki nóg að vera bara með endurskinsmerki á skólatösku eða fatnaði þega skyggja tekur. „Endurskinsmerkin þurfa að hanga til beggja hliða, á handleggjum eða stígvélum. Þau þurfa að vera á hreyfingu."

Þóra Magnea bendir einnig á að börn yngri en sjö ára megi ekki hjóla í umferðinni.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×