Innlent

Fyrrverandi slökkviliðsstjóri kærður fyrir brot í starfi

Símon Birgisson skrifar
Fyrrverandi slökkviliðsstjóri Austur- Húnavatnssýslu hefur verið kærður fyrir brot í starfi. Lögreglan rannsakar málið en slökkviliðsstjórinn fyrrverandi telur brotið á sér og krefst vangoldinna launa.

Fyrrverandi slökkviliðsstjóri Austur- Húnavatnssýslu hefur verið kærður fyrir brot í starfi. Lögreglan rannsakar málið en slökkviliðsstjórinn fyrrverandi telur brotið á sér og krefst vangoldinna launa.

Jóhann Kristinn Jóhannsson var ráðinn til starfa í febrúar á síðasta ári og starfaði í hjá brunavörnum Austur húnavatnssýslu fram í maí á þessu ári. Um tuttugu slökkviliðsmenn starfa hjá brunavörnum en Jóhann var eini fastráðni starfsmaðurinn á launum. Honum var var vikið frá störfum eftir að upp kom grunur um að hann hefði misnotað stöðu sína með því að nota bensínkort stöðvarinnar til eigin þarfa.

Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, formaður stjórnar brunavarna, segir að slökkviliðsstjórinn fyrrverandi sé kominn með lögfræðing í málið og hafi sent stöðinni kröfu um vangoldin laun og fleira. Þeirri kröfu hafi verið svarað - að mati þeirra sem nú fara með stjórn brunavarna Austur Húnavatnssýslu ber ekki að borga manni, grunuðum um brot í starfi, uppsagnarfrest.

Jón Aðalsteinn tekur þó fram að brot Jóhanns séu enn meint brot. Þau hafi ekki verið sönnuð. En þeir telji málið klippt og skorið. Reikningar sýni fram á það.

Lögreglan á Blönduósi fer með rannsókn málsins. Þar var Kristján Þorbjörnsson, lögreglumaður, til svara. Hann sagði frumrannsókn lokið og nú væri beðið eftir svörum frá slökkviliðsstjóranum fyrrverandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×