Innlent

Gamlar raflagnir sennilega orsök eldsvoða í Gufunesi

Bryggjan við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi í Reykjavík stórskemmdist í eldi í gærkvöldi. Bryggjan er úr viði og logaði í henni á tuga metra kafla þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Hafnsögubáturinn Magni var kallaður út, en hann er búinn öflugum slökkvidælum. Nokkurn tíma tók að ráða niðurlögum eldsins, en talið er að eldurinn hafi kviknað í gömlum raflögnum í bryggjunni. Hún er lítið sem ekkert notuð eftir að áburðarframleiðsla var lögð niður í Gufunesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×