Erlent

Mexíkó er morðingjabæli

Óli Tynes skrifar
Felipe Calderon, forseti Mexíkós.
Felipe Calderon, forseti Mexíkós.

Yfir 34 þúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu sem hófst í Mexíkó árið 2006. Það var þá sem Felipe Calderon forseti landsins lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónum. Átökin hafa verið þríþætt. Eiturlyfjahringirnir hafa barist við yfirvöld og einnig innbyrðis.

Og ástandið er stöðugt að versna. Nærri helmingur þeirra 34 þúsund manna sem hafa látið lífið féllu í valinn á síðasta ári. Nú eru að jafnaði framin eittþúsund morð í Mexíkó í hverjum mánuði. Afbrotafræðingar segja að á því sé engra breytinga að vænta á næstunni.

Fjöldamorð eru daglegt brauð í Mexíkó og ekki óalgengt að tugir höfuðlausra líka finnist á víðavangi eða jafnvel inni í borgum og bæjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×