Erlent

Víðtækt reykingabann samþykkt í New York

Víðtækt reykingabann tekur gildi í New York borg á næstunni. Þegar það tekur gildi verða reykingar bannaðar í almenningsgörðum, á ströndum og á torgum líkt og á Times torgi. Þetta þýðir að borgin státar nú af einni ströngustu reykingalöggjöf í heiminum en reykingar á veitingastöðum voru bannaðar einna fyrst í New York og nú hafa flestar borgir á vesturlöndum fylgt í kjölfarið.

„Í sumar geta borgarbúar notið þess að fara í almenningsgarðinn eða á ströndina, andað að sér ferskarar lofti og ekki átt á hættu að sitjast á sígarettustubb," sagði Michael Bloomberg borgarstjóri í gær eftir að bannið var samþykkt í borgarstjórninni með 36 atkvæðum gegn 12. Bloomberg hefur lengi barist gegn reykingum og er því hæstánægður með bannið, sem nær til 1700 garða og um 20 kílómetrum af strandlengjunni. Bannið tekur gildi 90 dögum eftir að Bloomberg skrifar undir það en hann hefur 20 daga til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×