Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins Foreign Policy.
Í rökstuðningi tímaritsins segir að hún hljóti þennan heiður fyrir „að sýna hversu hæfar konur eru í að laga það sem fer úrskeiðis í höndum karlmanna“.
Jóhanna er sögð hafa stýrt „feminískri byltingu“ sem virðist vera að bera árangur. - þj
