Innlent

Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“

Boði Logason skrifar
Inga Lind ásamt öðrum stjórnlagaþingmönnum
Inga Lind ásamt öðrum stjórnlagaþingmönnum
„Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, stjórnlagaþingmaður. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka.

„Það eru 25 stjórnlagaþings fulltrúar sem eru búnir að eyða peningum og tíma nú þegar í þetta verkefni sem á síðan ekki að verða að veruleika, því það hefur ekki umboð," segir Inga Lind og tekur fram að stjórnvöld verði að bregðast við. „Við verðum að fá svör strax, við höfum fórnað bæði vinnu og námi."

Að mati Hæstaréttar var veigamesti annmarkinn á framkvæmdinni sá, að kjörseðlar voru númeraðir. Þá telur rétturinn það annmarka á kosningunni að kjörklefar skuli hafa verið opnir auk þess sem kjörkassar hafi ekki uppfyllt skilyrði.

Þá var fyrirkomulag talningar einnig kært til Hæstaréttar og komst rétturinn að því að verulegir annmarkar hafi verið á henni. Til dæmis var sérstakur fulltrúi frambjóðenda ekki skipaður og talning atkvæða fór ekki fram fyrir „opnum dyrum" eins og lögskylt var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×