Innlent

Ögmundur íhugi afsögn

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd/Stefán Karlsson

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verði alvarlega að afsögn vegna ákvörðunar Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna.

„Ég tel að hann þurfi að íhuga stöðu sína," sagði Unnur Brá í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag þar sem ákvörðun Hæstaréttar var til umfjöllunar. Þar var einnig rætt við Þráinn Bertelsson, þingmann VG, sem sagðist vilja að Alþingi skipi sérstaka stjórnlaganefnd 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í haust, en hann vill að nefndin vinni samkvæmt forskrift stjórnlagaþingsins. „Þetta er einföld lausn en örugglega ekki óumdeild."

Vilji einhver fulltrúanna 25 ekki taka sæti í stjórnlaganefndinni eigi að fara niður listann og biðja þá sem höfnuðu í næstum sætum að taka þátt í störfum nefndarinnar.

Unnur sagði niðurstöðu Hæstaréttar áfall. Eðlilegra væri að kjósa á nýjan leik í stað þess að skipa sérstaka stjórnlaganefnd líkt og Þráinn leggi til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×