Innlent

Kannabisræktun olli vatnsleka í fjölbýlishúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur nú ljóst að vökvakerfi hafi gefið sig með þeim afleiðingum að vatn fór að leka. Myndin er úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur nú ljóst að vökvakerfi hafi gefið sig með þeim afleiðingum að vatn fór að leka. Myndin er úr safni. Mynd/Stefán Karlsson

Lögreglumenn lögðu hald á kannabisplöntur á lokastigi ræktunar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í morgun. Upp komst um málið þegar vatn fór að leka á stigagangi hússins. Líkt og fram kom á Vísi í morgun var í fyrstu talið að skemmdarvargar hefðu dregið brunaslöngu fram og skrúfað frá vatni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur nú ljóst að vökvakerfi hafi gefið sig með fyrrnefndum afleiðingum.

Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins en húsráðendur voru að heiman þegar upp komst um ræktunina. Að sögn varðstjóra þarf að gera umtalsverðar ráðstafanir í tengslum við kannabisræktun og oftar en ekki komist upp um ræktun af þessu tagi þegar hita- eða vatnsbúnaður bilar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×