Erlent

Í mál við JP Morgan fyrir að hlífa Maddoff

Bernie Maddoff svikin ætla að draga dilk á eftir sér.
Bernie Maddoff svikin ætla að draga dilk á eftir sér.

Lögfræðistofan Irving Picard, hefur stefnt næst stærsta banka Bandaríkjanna, JP Morgan Chase, fyrir að hafa þagað um Ponzi-svindl bandariska hrappsins Bernie Maddoffs.

Bankinn neitar þessu algjörlega og segir í viðtali við New York Post að málinu verði mætt af fullri hörku í réttarsalnum í New York þar sem málið var höfðað.

Stefnendur krefjast þess að bankinn greiði þeim 6,4 milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa ekki varað við starfsemi Maddoffs.

Þeir vilja meina að bankinn hafi vitað um svik Maddoffs en ekki tilkynnt um þau á meðan bankinn hagnaðist á samstarfinu við svikahrappinn, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi að lokum og gott betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×