Erlent

Sprengdi sig í loft upp í stórverslun

Mikið öngþveiti myndaðist fyrir utan verslunina þegar maðurinn hafði sprengt sig í loft upp.
Mikið öngþveiti myndaðist fyrir utan verslunina þegar maðurinn hafði sprengt sig í loft upp. Mynd/AFP
Að minnsta kosti átta fórust þegar maður sprengdi sig í loft upp í vinsælli stórverslun í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í dag. Konur og börn eru á meðal hinna látnu.

Maðurinn hóf skothríð inni í versluninni áður en hann sprengdi sig í loft upp. Verslunin er vinsæl í borginni og er skammt frá breska sendiráðinu.

„Ég var að versla í búðinni þegar ég heyrði skothljóð. Því næst heyrði ég í mikilli sprengingu. Allir hlupu í átt að aðalgötunni," segir vitni að sprengingunni.

Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×