Innlent

Sigurjón Árnason á meðal hinna yfirheyrðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Árnason er einn þeirra sem eru í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Sigurjón Árnason er einn þeirra sem eru í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er einn þeirra sem hefur verið í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í dag hafa sjö menn verið í yfirheyrslum vegna starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er stórfelld markaðsmisnotkun.

Þá fullyrðir fréttavefur Morgunblaðsins að Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, sem varð bankastjóri eftir þjóðnýtingu hans, séu í yfirheyrslum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×