Innlent

Davíð Oddsson verður á ÍNN milli jóla og nýárs

Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN, segir að viðtalið við Davíð Oddsson verði áhugaverðasta sjónvarpsviðtals ársins 2011.
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN, segir að viðtalið við Davíð Oddsson verði áhugaverðasta sjónvarpsviðtals ársins 2011.
„Þetta verður sennilega áhugaverðasta sjónvarpsviðtal ársins 2011 og ég tel mig ekkert vera að ofsegja á nokkrun hátt," segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Gestur Björns Bjarnasonar í þætti hans á stöðinni þann 28. desember næstkomandi verður Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Ingvi Hrafn segir að þátturinn verði án efa áhugaverður þar sem Björn sé fyrrum aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Davíð núverandi ritstjóri. „Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem Davíð kemur í sjónvarpsviðtal síðan í Kastljósviðtalinu fræga. Við erum bara ánægðir með þennan góða gestagang á ÍNN." Það verður tekið á mörgu segir Ingvi en þátturinn verður tekinn upp samdægurs.

Þetta eru þó ekki einu tíðindin sem berast frá stöðinni því þann 4. janúar næstkomandi mun Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og formaður alþýðuflokksins, byrja með þátt. Hann mun vera með svipuðu sniði og þáttur Björns, sem hefur verið með þátt á stöðinni í tvö ár, en gera má ráð fyrir að sjónarmiðin verði ekki þau sömu hjá þáttastjórnendunum og gömlu stjórnmálamönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×