Erlent

Bankaræningjar grófu göng inn í bankahvelfingu

Bíræfnir bankaræningjar í Buenos Aires í Argentínu voru sex mánuði að grafa 30 metra löng göng inn að bankahvelfingu í borginni.

Þeir notuðu svo nýárshelgina til þess að brjótast inn í og tæma yfir 100 bankahólf í hvelfingunni.

Samkvæmt frétt um málið á BBC fór öryggiskerfi bankans í gang nokkrum sinnum meðan á þessu stóð en lögreglumenn sem sendir voru til bankans sáu að hann var læstur og lokaður og rannsökuðu málið því ekki frekar.

Ekki er vitað hve miklu var stolið en fjöldi Argentínumanna hefur notað bankahólf sem þessi til að geyma auðæfi sín frá árinu 2001 þegar fjármálakreppa lék landið grátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×