Erlent

Konur rétta yfir Berlusconi

Berlusconi bíður dóms. Nordicphotos / AFP
Berlusconi bíður dóms. Nordicphotos / AFP

Silvio Berlusconi, umdeildur forsætisráðherra Ítala, kveðst engar áhyggjur hafa af réttahöldunum sem bíða hans í apríl. Athygli vekur að dómararnir í máli Berlusconis eru allir kvenkyns.

Greint var frá því í gær að réttað yrði yfir Berlusconi vegna ásakana um misnotkun valds og að hann hafi greitt stúlkum undir lögaldi fyrir kynmök.

Berlusconi hefur neitað öllum ásökunum og kallað málatilbúninginn „farsa". AP fréttastofan hefur eftir honum að hann neiti að tala um málið „vegna ástar á ættjörð sinni", það eina sem upp úr honum dróst var að hann hefði engar áhyggjur.

Þrír kvenkynsdómarar munu rétta yfir þessum annálaða kvennabósa, sem þykir kaldhæðnislegt því ítalskar konur hafa látið í ljós megna ónægju sína með framkomu hans í garð kvenna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×