Innlent

Hæstiréttur hafnar kröfu um endurupptöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gisli Tryggvason óskað eftir endurupptöku málsins.
Gisli Tryggvason óskað eftir endurupptöku málsins.
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Gísla Tryggvasonar, lögmanns og fyrrum frambjóðanda til stjórnlagaþings, um að taka aftur til meðferðar kæru vegna kosninganna til stjórnlagaþings. Gísli hefur móttekið bréf þessa efnis frá Hæstarétti. Gísli sendi kæruna inn til Hæstaréttar í síðustu viku, en fleiri frambjóðendur til stjórnlagaþingsins studdu kröfu hans.

Hæstiréttur úrskurðaði á dögunum að kosningarnar til stjórnlagaþings væru ógiltar. Nokkrir frambjóðendur, þar á meðal Gísli, eru ósáttir við þann úrskurð og telja að Hæstiréttur hafi ekki tekið tllit til allra þátta við ákvörðun sína.

Í svarbréfi til Gísla sem hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson undirrita segir að ekki séu komnar fram upplýsingar, málsástæður eða lagarök sem uppfylla skilyrði til þess að málið verði endurupptekið til nýrrar meðferðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×