Innlent

Stjórnlagaþingið er langhlaup

Róbert Marshall.
Róbert Marshall.

Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp.

„Það eru nokkrar reglur sem gilda um langhlaup," sagði Róbert Marshall á Alþingi nú fyrir skömu. „Maður hleypur meðan maður getur, maður gengur sé þess nauðsyn, maður skríður sé þörf á því. En maður gefst aldrei upp."

Róbert sagði tvo kosti í stöðunni. „...að Alþingi staðfesti þetta kjör, að alþingi kjósi þá einstaklinga sem þarna voru valdir í sérstaka stjórnlaganefnd. Eða að endurtaka kosninguna. Að hætta við kemur ekki til greina. Við tökum ekki stjórnlagaþingið af þjóðinni."

Róbert biðlaði jafnan til þingmanna að haga sínum málflutningi þannig að til friðar horfi. „Við getum verið ósammála um það sem átti sér stað en það er sameiginlegt verkefni okkar að finna lausn á þeirri stöðu sem er uppi núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×