Innlent

Nota hafnsögubát við slökkvistarfið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið fékk aðstoð frá lóðsinum við slökkvistarf. Mynd/ Egill.
Slökkviliðið fékk aðstoð frá lóðsinum við slökkvistarf. Mynd/ Egill.
„Við erum komnir með hafnsögubát með stórar og miklar dælur sem er að sprauta á eldinn. Við erum líka að sprauta frá landi," segir slökkviliðsmaður við bryggjuna í Gufunesi í samtali við Vísi.

Eldur kviknaði í bryggjunni á sjöunda tímanum í kvöld og leikur grunur á að kviknað hafi í útfrá rafmagni. Á tímabili var eldurinn töluverður en slökkviliðinu hefur gengið bærilega að slá á hann.

Slökkviliðið telur líklegt að íbúar í Grafarvogi og víðar geti fundið fyrir óþægindum vegna reyks. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur reykjalykt fundist allt upp í Mosfellsbæ.




Tengdar fréttir

Eldur í bryggjunni í Gufunesi

Eldur kviknaði á bryggjunni í Gufunesi nú undir kvöld, tvær stöðvar eru á staðnum og mikinn reyk leggur frá bryggjunni yfir í Grafarvoginn. Íbúar í Grafarvogi mega því eiga von á því að reyk muni leggja yfir hverfið þeirra. Segjum nánar frá þessu síiðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×