Erlent

Páfagaukar og eðlur frusu í hel í mexíkóskum dýragarði

Fjórtán páfagaukar drápust í frostinu
Fjórtán páfagaukar drápust í frostinu Mynd úr safni
Þrjátíu og fimm dýr í mexíkóskum dýragarði frusu í hel þegar kuldinn í norðurhluta Mexíkó varð sá mesti í 60 ár. Dýragarðurinn Serengeti Zoo er í Chihuahua-fylki þar sem frosthörkur hafa verið miklar undanfarna daga og varð kaldast þegar frostið náði þrettán gráðum.

Nú er svo komið að þar hafa drepist úr kulda einir fjórtán páfagaukar, þrettán slöngur, fimm eðlur, tveir krókódílar og api.

Dauði dýranna vekur upp spurningar um öryggi viðkvæmra dýra í dýragörðum víða um heim.

Dýraverndunarsinnar hafa einnig vakið máls á því að ef eigendur gæludýra myndu láta dýrin sín frjósa í hel myndu þeir verða ákærðir fyrir illa meðferð á dýrum. Þeim finnst því eðlilegt að forsvarsmenn dýragarðsins sæti ábyrgð vegna dauða dýranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×