Erlent

Óeirðir í Líbýu - Dagur reiðinnar boðaður

Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Frá mótmælunum í Egyptalandi.

Hundruð mótmælenda krefjast afsagnar forsætisráðherra Lýbíu. Óeirðir brutust þar út í nótt, þar sem mótmælendur kveiktu í bílum og köstuðu grjóti í lögregluna. Dagur reiðinnar er boðaður í dag.

Fjöldi mótmælenda kveikti í bílum og kastaði grjóti í lögregluna í næst stærstu borg Líbýu, Benghazi, í nótt. Mótmælendur krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins, Baghdadi al-Mahmoudi, en beina ekki mótmælum sínum sérstaklega að einræðisherranum Gaddafi, sem heldur um stjórnartaumana í landinu og hefur gert síðan 1969.

Mótmælendurnir boða dag reiðinnar í dag og nota Twitter og Facebook til þess að skipuleggja mótmælin.

Í tilraun til þess að friða mótmælendur hafa yfirvöld lofað að frelsa 110 íslamíska hermenn sem tilheyra líbýsku íslömsku bardagasveitinni, en þau samtök eru bönnuð þar í landi.

Á sama tíma og ólgan eykst í Líbýu er mótmælt í eyríkinu Bahrain. Þar hafa fjöldi manns komið saman á Perlutorgi og krefjast pólitískra umbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×