Innlent

Borgin opnar ábendingagátt

Mynd úr safni
Á bilinu 5-600 manns hafa nú með beinum hætti komið að samráði um tækifæri til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni.

Óskar J. Sandholt, verkefnastjóri starfshóps sem er að greina þessi tækifæri, hefur lokið viðtölum við alla skólastjórnendur, svo og forstöðumenn frístundamiðstöðva og deildarstjóra barnastarfs hjá ÍTR, vel á annað hundrað manns.

Þá hafa verið haldnir samráðsfundir með foreldrum og fulltrúum skóla og frístundaheimila í öllum hverfum borgarinnar. Þessi fundir hafa verið vel sóttir og hafa skapast frjóar umræður um skóla- og frístundastarf og leiðir til að efla það faglega samhliða nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum. Í undirbúningi er frekari vinna með tólf rýnihópum foreldra og starfsfólks, tveimur í hverju hverfi, til að ræða þær hugmyndir um samrekstur og sameiningu sem fram hafa komið.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Í ábendingargátt sem opnuð var í tengslum við þetta umfangsmikla og vandasama verkefni hafa borist nær tvö hundruð ábendingar sem unnið verður úr. Foreldrar, skólafólk og allir sem áhuga hafa á málinu eru hvattir til að nýta sér gáttina og koma á framfæri hugmyndum sínum og vangaveltum.

Nálgast má ábendingagáttina með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×