Innlent

Flestir nota netið til þess að nálgast fréttir

Langflestir nota netið til þess að nálgast fréttir. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Langflestir nota netið til þess að nálgast fréttir. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Ríflega helmingur svarenda í könnun Miðlunar sagðist nálgast fréttir í gegnum netmiðla í tölvu sinni eða 61,3 prósent. Fæstir nota útvarpið.

Spurt var: Hvernig leitar þú þér helst frétta? Flestir svöruðu með netmiðlum og næstflestir sögðu sjónarpsfréttir, eða 20,6 prósent.

Þar á eftir koma dagblöðin, en 9,2 prósent nota þann miðil. Fæstir nýta sér útvarpsfréttirnar eða 7,8 prósent. Fæstir nota síma eða rúmlega eitt prósent.

Þess ber að geta að spurningin í könnuninni gerir ráð fyrir því að notendur leiti sér uppi frétti frekar en að vera aðgerðarlitlir neytendur.

843 voru spurðir og svör fengust frá 817.

Svörin benda til þess að fréttanotkun almennings hafi breyst gríðarlega á síðustu tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×