Körfubolti

Helgi hafði betur gegn Brynjari Þór

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Helgi Már, til hægri, og Brynjar Björn voru áður liðsfélagar í KR.
Helgi Már, til hægri, og Brynjar Björn voru áður liðsfélagar í KR. Mynd/Anton
Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og var um Íslendingaslag að ræða. 08 Stockholm vann þá góðan sigur á Jämtland á útivelli, 96-82.

Helgi Már Magnússon leikur með 08 Stockholm og skilaði flottum tölum á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í kvöld. Á þeim tíma skorðai hann tólf stig, tók tíu fráköst, fjórar stoðsendingar og stal boltanum þrívegis.

Brynjar Þór Björnsson var litlu verri en hann spilaði í tæpar 28 mínútur fyrir Jämtland. Á þeim tíma skoraði hann tólf stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

08 Stockholm náði fljótt forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Jämtland var þó aldrei langt undan, án þess þó að ógna forystu gestanna að verulegu leyti.

08 Stockholm er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki en Uppsala er á toppnum með fullt hús stiga. Jämtland er í næstneðssta sæti með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×