Erlent

Reyndi að senda hvolp með bögglapósti

Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir dýraníð en hún setti hvolp í kassa og reyndi að senda hann með bögglapósti á heimilisfang í 1700 kílómetra fjarlægð. Konan, sem er 39 ára gömul ætlaði að senda hvolpinn sem afmælisgjöf til barns sem býr í Atlanta í Georgíu en sjálf býr hún í Minneapolis.

Starfsmaður póstsins tók hinsvegar eftir því að kassinn var á hreyfingu auk þess sem væl heyrðist úr honum. Konan reyndi að róa starfsmanninn og sagði honum að inn í pakkanum væri leikfangaróbót. Starfsmaðurinn rauk samt til og reif upp pakkan og í ljós kom fjögurra mánaða gamli hvolpurinn Guess.

Lögregla segir að pakkinn hefði verið að minnsta kosti tvo daga á leiðinni til Atlanta. Konan hafði reyndar gert loftgöt á pakkann en hafði síðan límt yfir þau. „Þetta er algjörlega brjálað," sagði lögreglukonan sem fékk málið inn á borð til sín. „Hvolpurinn átti að vera afmælisgjöf fyrir lítinn krakka, en hugsið ykkur áhrifin á lítið barn að fá dauðan hvolp í afmælisgjöf."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×