Erlent

Grindhvalir hugsanlega fyrirboðar jarðskjálftans í Christchurch

Yfir hundrað grindhvalir sem syntu á land á strönd í Nýja Sjálandi á mánudag og drápust gætu hafa verið fyrirboðar jarðskjálftans í borginni Christchurch.

Fjallað er um málið í Ekstra Bladet en þar segir að mörg dæmi séu til um að hvalir hafi synt á land og drepist skömmu áður en jarðskjálfti reið þar yfir.

Grindhvalir nota hljóð til að ferðast um og eru því næmir fyrir breytingum á þrýstingsbylgjum í umhverfi sínu. Þeir eru einning næmir fyrir breytingum á segulsviði jarðarinnar sem oft verða í undanfara jarðskjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×