Erlent

Fjórir látnir í mótmælum í Bahrain

Herinn hefur nú bannað öll mótmæli í landinu.
Herinn hefur nú bannað öll mótmæli í landinu. MYND/AP

Að minnsta kosti fjórir hafa látist í átökum mótmælenda og lögreglu í Bahrain. Fólkið lést í höfuðborginni Manama þegar lögreglan lagði til atlögu við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á torgi í miðborginni.

Að minnsta kosti 50 slösuðust og þá segir að um 60 sé saknað eftir aðgerðir lögreglunnar í morgun. Herinn í Bahrain hefur nú lokað stórum svæðum í borginni og bannað öll frekari mótmæli. Mótmælin í landinu hófust á þriðjudaginn þegar tveir ungir Shía mótmælendur voru drepnir af lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×