Innlent

Um 150 manns leita á Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn ætlaði að toppgígnum á Eyjafjallajökli. Gígurinn sést hér á mynd sem var tekin á flugi yfir jöklinum í haust.
Maðurinn ætlaði að toppgígnum á Eyjafjallajökli. Gígurinn sést hér á mynd sem var tekin á flugi yfir jöklinum í haust.
Um 150 manns eru farnir til leitar að þýska ferðamanninum sem leitað er á Eyjafjallajökli.

„Þetta eru náttúrlega erfiðar aðstæður alltaf á jökli, þannig að við erum að kalla til vant jöklafólk og fjallafólk og okkar vanasta vélsleðafólk," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarmenn koma af höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi.

Maðurinn sem leitað er að var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Varð hann viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka.

---------

Viðbót klukkan 21:30.

Leitarmönnum sem taka þátt í leitinni fjölgar stöðugt. Þegar Vísir hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörg um klukkan korter í níu var um 120 manna hópur kominn til leitar en nú um hálftíu eru leitarmenn orðnir 150.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×