Erlent

Réðst á bíl Karls krónprins

Óli Tynes skrifar
Stúlkan á myndinni hafði sig sérstaklega frammi í árásinni á bíl krónprinsins.
Stúlkan á myndinni hafði sig sérstaklega frammi í árásinni á bíl krónprinsins.

Breska lögreglan hefur birt myndir af fjórum manneskjum sem hún óskar eftir að hafa tal af vegna árásar á bíl Karls Bretaprins og Camillu eiginkonu hans í stúdentaóeirðunum í Lundúnum í byrjun desember. Tugþúsundir stúdenta mótmæltu þá mikilli hækkun skólagjalda. Langflestir höguðu sér vel skikkanlega en innanum voru dólgar sem gengu um brjótandi og bramlandi og réðust á lögregluþjóna.

Inn í þessa þvögu ók svo prinsinn sem var á leið í móttöku ásamt konu sinni. Hópur fólks veittist að bílnum með hrópum. Aðrir létu sér það ekki nægja. Þeir börðu á bílnum og hentu í hann allskonar drasli. Lögregluforingi sem kom þar að sagði síðar að minnstu hefðu munað að þeir gripu til skotvopna til að ryðja prinsinum leið.

Meðal þeirra sem höfðu sig mest í frammi var ung kona. Ef og þegar hún finnst má hún búast við að fá bágt fyrir, því mjög ströng viðurlög eru við hverskonar árásum á konungsfjöskylduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×