Innlent

Íslendingur gerir það gott í snjóbrettakeppni í Þýskalandi

Eyfirski snjóbrettakappinn Halldór Helgason hafnaði í þriðja sæti í alþjóðlegu snjóbrettakeppninni Nike air and style í Munchen í Þýskalandi í gær en keppnin er ein sú virtasta í Evrópu.

Þá var hann verðlaunaður sérstaklega fyrir bestu tæknina á brettinu og var jafnframt kosinn uppáhalds snjóbrettakappi áhorfendur. Í verðlaun fékk Halldór fimm þúsund dollara eða tæpar sex hundruð þúsund krónur.

Halldór er tvítugur og er búsettur á Akureyri.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá glefsur úr keppninni, stökk Halldórs má sjá eftir um það bil hálfa mínútu.




Tengdar fréttir

Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki

Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×