Erlent

Hafa komist að samkomulagi

Frá Egyptalandi
Frá Egyptalandi
Stjórnvöld í Egyptalandi hafa náð samkomulagi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að koma á fót sérstakri umbótanefnd sem mun meðal annars hafa það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá landsins. Þá hafa stjórnvöld einnig fallist á að sleppa öllum mótmælendum úr fangelsi.

Mótmælin, sem nú hafa staðið yfir í þrettán daga, hafa haft gríðarleg áhrif á efnahag landsins. Milljarðar hafa tapast á hverjum degi og sums staðar er matur af skornum skammti.

Biðraðir mynduðust fyrir framan banka þegar þeir voru opnaðir í morgun en almennur ótti ríkir meðal sparifjáreigenda um að fjármálastofnanir séu við það að falla.

Seðlabanki Egyptalands hefur brugðist við þessu ástandi með því að dæla hátt í eitt hundrað milljörðum inn í fjármálakerfi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×