Erlent

Japanir fresta hvalveiðiferð

Myndin er tekin af heimasíðu Sea Shepard samtakanna
Myndin er tekin af heimasíðu Sea Shepard samtakanna

Japanir hafa frestað árlegri hvalveiðiferð sinni á Suðurskautslandinu vegna mótmælaaðgerða Sea Shepard samtakanna.

Japanir eru ásamt Íslendingum og Norðmönnum einu þjóðirnar sem heimila hvalveiðar og mótmæla með því alþjóðlega hvalveiðibanninu sem sett var á árið 1986.

Skip Sea Shepard samtakanna hefur ítrekað ráðist að japönsku skipunum undanfarnar vikur og meðal annars hindrað að hægt sé að hífa hvalina um borð. Fjögur hvalveiðiskip, með 180 manna áhöfn, voru á miðunum en þeim hefur nú verið siglt áleiðis til Suður-Ameríku og fylgja tvö skip hvalverndunarsamtakanna þeim.

Ætlað var að rúmlega 900 hvalir yrðu veiddir í umræddri ferð en í samtali við Reuters sagði talsmaður japönsku útgerðarinnar óvíst hvort nokkuð yrði af henni þetta árið því mikilvægara væri að tryggja öryggi veiðimannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×